Oh, mig langar svo að vera skipulagður. Á hverju einasta ári stend ég mig standandi fyrir framan allar útgáfur af dagbókum fyrir árið. Hingað til hef ég alltaf keypt eina bók og fyllt samviskusamlega út nafn eiganda og þess háttar. En, en, en ekki hefur meira verið krotað í þessar bækur. Nú hins vegar lét ég ekki undan freistingunni og keypti ekki neitt nema fallegt hestadagatal til að hengja upp í "eldhúsinu" heima. Þetta ætti að gleðja hana dóttur mína því hún ætlar að verða "hestakona".

Svo vil ég taka undir með Guðrúnu Karítas að árið 2004 verði ár hoppsins.

Ummæli

Vinsælar færslur